top of page

Um okkur

Ísold var stofnað árið 1992 af Kristjáni Gissurarsyni. Þremur árum eftir stofnun fyrirtækisins, eða árið 1995 keypti fyrirtækið eigin húsnæði undir starfsemina að Faxafeni 10, Reykjavík og hóf innflutning og sölu á vörum frá einum af okkar helstu birgjum í dag, Metalsistem í Ítalíu, sem framleiðir m.a. stálhillurekkana.

37371.jpg
1656951191255a.jpg

Fyrirtækið óx mjög hratt frá árinu 1995 eftir að það fékk umboð fyrir hillukerfin frá Metalsistem. Þremur árum síðar eða árið 1999 var húsnæði að Nethyl 3-3a keypt undir starfsemina en það taldi samtals rúma 1300 m2. Árið 2021 fluttist fyrirtækið á Selhellu 3 í Hafnarfirði, þar sem það er staðsett í dag, og stækkaði fermetrafjöldinn í 1700m2.  
 

Ísold ehf. hefur ávallt lagt aðaláherslu á að bjóða fjölbreytt úrval hillukerfa frá Metalsistem á Ítalíu auk annarra birgja frá hinum ýmsu löndum eins og Ítalíu, Danmörku, Noregi, Svíðþjóð, Finnlandi, Bretlandi, Hollandi og Þýskalandi.
 

Við bjóðum upp á hillukerfi bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Fyrir einstaklinga bjóðum við upp á hillukerfi bæði í geymsluna og bílskúrinn með ýmis konar fylgihlutum eins og t.d. útdraganlegum skúffum, skilrúmum, fataslám, skóhillum, vinnuborðum, upphengjum, plastkössum.
 

Fyrir fyrirtækin bjóðum við upp á hillukerfi fyrir lagera af öllum stærðum og gerðum og einnig fyrir verslanir. Við bjóðum einnig upp á sérsmíðaðar lausnir úr efni frá Metalsistem, eins og t.d. afgreiðslu og vinnuborð, hjólaborð, verkfæraskápa, hillukerfi í verslanir, bílainnréttingar og svo framvegis.
 

Auk okkar aðalbirgja Metalsistem bjóðum við m.a. upp á starfsmanna, skjala og vinnuskápa fra Blika í Danmörku, skjalaskápa á hjólum frá Sarpsborg í Noregi, verslunarinnréttingar og hjólavagna frá Ricana í Svíðþjóð, lyftara, lyftuborð og sekkjatrillur frá Silverstone í Svíðþjóð, lyftara frá Logitrans í Danmörku, milligólf frá Spacesolution BV í Hollandi, vinnuborð og plastkassa frá Treston í Svíðþjóð, raufarpanel með fylgihlutum frá Jazolo í Bretlandi auk annarra birgja.

36025.jpg
37610.jpg
bottom of page